HVAÐ ER VILDARVINIR?

Vildavinir!

Vildarvinir kkd Tindastóls er mikilvæg bakvarðarsveit félagsins sem með mánaðarlegum fjárframlögum hjálpar til við rekstur deildarinnar. Hvert framlag skiptir máli og hvetjum við alla stuðningsmenn til að ganga í Vildarvinaklúbbinn. Fjárframlögin geta verið frá 500 kr eða hærri, eins og hver og einn vill. Við þökkum dyggum vildarvinum kærlega fyrir stuðninginn. Áfram Tindastóll!

Framlag yfir árið þarf að vera 10.000 kr. eða meira til að fá lækkun á tekjuskatts- og útsvarsstofn. Styrkupphæðin er forskráð á skattaframtal þitt. Gróft dæmi: Ef þú styrkir Tindastól um 14.000 kr. þá færðu 4.000 kr. í skattaafslátt og greiðir þannig nettó 10.000 kr. og Tindastól heldur 14.000 kr.